Fimm Formúlu 1 heimsmeistarar verða á ráslínunni í Ástralíu 21. mars 2011 17:00 Sebastian Vettel, heimsmeistari ökumanna 2010 og Christian Horner, yfirmaður Red Bull liðsins sem varð heimsmeistari í bílasmiða mteð titlanna tvo frá FIA Mynd: Getty Images/FIA Fimm heimsmeistarar ökumanna í Formúlu 1 verða á ráslínunni í fyrsta Formúlu 1 móti ársins í Melbourne í Ástralíu um næstu helgi. Það fer fram á Albert Park götubrautunni í Melbourne. Kapparnir sem geta státað sig að því vera Formúlu 1 meistarar eru Þjóðverjinn Sebastian Vettel, sem varð meistari í fyrra með Red Bull. Hann varð yngsti meistari sögunnar 23 ára gamall og sló met Lewis Hamilton. Þá varð Red Bull lið Vettels meistari bílasmiða í fyrsta skipti. Michael Schumacher hefur orðið sjöfaldur heimsmeistari, og ekur með Mercedes. Schumacher varð meistari 1994 og 1995 með Benetton, og svo með Ferrari 2000 2001, 2002, 2003 og 2004. Þá varð Fernando Alonso tvisvar meistari með Renault, fyrst árið 2005 og svo 2006. McLaren ökumennirnir hafa báðið orðið meistarar. Jenson Button vann titilinn 2009 með Brawn liðinu og Lewis Hamilton árið 2008 með McLaren. Auk þessa Formúlu 1 meistara verður nýliðinn Pastor Maldonado hjá Williams á ráslínunni í fyrsta skipti, en hann varð heimsmeistari í GP2 mótaröðinni í fyrra og annar nýliði, Skotinn Paul di Resta hjá Force India varð meistari í DTM mótaröðinni þýsku í fyrra. Tveir aðrir nýliðar keppa um helgina. Sergio Perez frá Mexíkó hjá Sauber og Jéróme D'Ambrosio frá Belgíu ekur með Virgin liðinu. Formúla Íþróttir Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Fimm heimsmeistarar ökumanna í Formúlu 1 verða á ráslínunni í fyrsta Formúlu 1 móti ársins í Melbourne í Ástralíu um næstu helgi. Það fer fram á Albert Park götubrautunni í Melbourne. Kapparnir sem geta státað sig að því vera Formúlu 1 meistarar eru Þjóðverjinn Sebastian Vettel, sem varð meistari í fyrra með Red Bull. Hann varð yngsti meistari sögunnar 23 ára gamall og sló met Lewis Hamilton. Þá varð Red Bull lið Vettels meistari bílasmiða í fyrsta skipti. Michael Schumacher hefur orðið sjöfaldur heimsmeistari, og ekur með Mercedes. Schumacher varð meistari 1994 og 1995 með Benetton, og svo með Ferrari 2000 2001, 2002, 2003 og 2004. Þá varð Fernando Alonso tvisvar meistari með Renault, fyrst árið 2005 og svo 2006. McLaren ökumennirnir hafa báðið orðið meistarar. Jenson Button vann titilinn 2009 með Brawn liðinu og Lewis Hamilton árið 2008 með McLaren. Auk þessa Formúlu 1 meistara verður nýliðinn Pastor Maldonado hjá Williams á ráslínunni í fyrsta skipti, en hann varð heimsmeistari í GP2 mótaröðinni í fyrra og annar nýliði, Skotinn Paul di Resta hjá Force India varð meistari í DTM mótaröðinni þýsku í fyrra. Tveir aðrir nýliðar keppa um helgina. Sergio Perez frá Mexíkó hjá Sauber og Jéróme D'Ambrosio frá Belgíu ekur með Virgin liðinu.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira