Handbolti

Valsmenn felldu Selfoss en misstu af úrslitakeppninni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Haraldur
Valsmenn unnu sinn fimmta sigur í síðustu sjö leikjum í N1 deild karla þegar þeir unnu sex marka sigur á Selfossi, 26-19, í Vodafone-höllinni en það var þó ekki nóg til þess að halda lífi í voninni um að komast í úrslitakeppninni. HK vann Fram á sama tíma og eiga Hlíðarendapiltar því ekki lengur möguleika á því að ná fjórða og síðasta sætinu inn í úrslitakeppnina.

Tapið hjá Selfossi í kvöld og sigur Aftureldingar á deildarmeisturum Akureyrar fyrir norðan þýðir jafnframt að Selfyssingar eru fallnir í 1. deild. Þeir geta aðeins náð Mosfellingum að stigum en eru með lakari árangur í innbyrðisviðureignum og geta ekki breytt því þótt að liðin eigi eftir að mætast í lokaumferðinni.

Valsmenn komust í 10-4 og voru 11-8 yfir í hálfleik. Þeir náðu mest átta marka forystu í seinni hálfleiknum og sigurinn var aldrei í hættu.



Valur-Selfoss 25-19 (11-8)Mörk Vals: Valdimar Fannar Þórsson 5, Anton Rúnarsson 5, Ernir Arnarson 4, Orri Freyr Gislason 3, Finnur Ingi Stefansson 3, Jon Björgvin Petursson 2, Heidar Þór Aðalsteinsson 1, Sturla Asgeirsson 1, Fannar Þorbjörnsson 1.

Mörk Selfoss: Ragnar Jóhansson 6, Einar Héðinsson 4, Atli Hjörvar Einarsson 3, Guðjón Finnur Drengsson 2, Milan Ivancev    2, Hörður Gunnar Bjarnarson 1, Guðni Ingvarsson 1.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×