Innlent

Harpa ræður yfirumsjónarmann húsvörslu

Tölvugerð mynd af Eldborg, stærsta sal Hörpunnar
Tölvugerð mynd af Eldborg, stærsta sal Hörpunnar
Ráðið hefur verið í fjögur ný stöðugildi hjá tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu. Um er að ræða stöður ritara, mótttökuritara, umsjónarmanns húsvörslu og yfirumsjónarmann húsvörslu.

Þau sem ráðin voru í þessa stöðu er sem hér segir:

Yfirumsjónarmaður húsvörslu

Halldór Jón Hjaltason hefur verið ráðinn yfirumsjónarmaður húsvörslu í Hörpu. Halldór er menntaður í byggingariðnfræði frá Háskólanum í Reykjavík og lauk meistaraprófi í húsasmíði árið 1981 frá Iðnskólanum í Hafnarfirði. Undanfarin ár hefur hann unnið hjá GÓK húsasmíði við byggingarvinnu, hjá SJ innréttingum við smíði innréttinga og sem verkefnastjóri hjá BYKO við efnisöflun á stórum verkum t.d. Korputorgi, Smáraturn og Hellisheiðarvirkjun. Halldór vann sem þjónustufulltrúi og birgðahaldari hjá Ratsjárstofnun í fjórtán ár.



Umsjónarmaður húsvörslu


Sigurður Axel Benediktsson hefur verið ráðinn umsjónarmaður húsvörslu í Hörpu og mun hefja störf 1. apríl. Sigurður , sem er uppalin á Grímsstöðum á Fjöllum þar sem hann var bóndi í níu ár, hefur unnið sem umsjónarmaður húsnæðis Íslensku óperunnar undanfarin ellefu ár. Sigurður hafði yfirumsjón með vélaverktæði Bútæknideildarinnar á Hvanneyri og hefur einnig réttindi sem slökkviliðsmaður og starfaði í slökkviliði Hvanneyrar.



Ritari


Elísabet J. Þórisdóttir hefur verið ráðin ritari í Hörpu en hún mun einnig sinna almennum skrifstofustörfum. Elísabet er menntuð í skrifstofutækni frá Tölvuskóla Reykjavíkur og hefur undanfarin sex ár unnið sem skrifstofustjóri og gjaldkeri hjá Eignarhaldsfélaginu Fasteign. Hún hefur einnig starfað sem ritari hjá byggingarfulltrúa Borgarverkfræðings í Reykjavík og séð um kennslu í hugbúnaðardeild Tæknivals.



Móttökuritari


Albert Eiríksson hefur verið ráðinn móttökuritari Hörpu. Albert mun hefja störf þann 1.apríl næstkomandi og sjá um móttöku gesta við skrifstofu og baksviðsinngang, símsvörun og önnur störf.

Albert er menntaður frá Iðnskólanum í Reykjavík og lærði einnig við Hótel og veitingaskóla Íslands. Meðal fyrri starfa hans er starf þjónustufulltrúa við Listaháskóla Íslands, blaðamennska á Gestgjafanum, starf við útvarpsþætti á Rás 1 og framkvæmdarstjórn franskra daga á Austfjörðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×