Innlent

Býst við að taka við formennsku í apríl

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Stefán Einar Stefánsson segist þakklátur fyrir traustið. Mynd/ Stefán Karlsson.
Stefán Einar Stefánsson segist þakklátur fyrir traustið. Mynd/ Stefán Karlsson.
Stefán Einar Stefánsson býst við því að taka við formennsku í VR seinni hluta aprílmánaðar. Hann var kjörinn formaður félagsins með 20% atkvæða, en sjö frambjóðendur gáfu kost á sér.

„Ég er þakklátur fyrir þennan stuðning sem ég fæ og traustið til að sinna þessu verkefni. Núna hefst uppbyggingarstarf í þessu gamalgróna félagi sem svo sárlega þarf að geta sinnt hagsmunagæslu fyrir sína félagsmenn," segir Stefán Einar í samtali við Vísi.

Hann segir að sitt fyrsta verkefni verði að sameina stjórn um það að leggja af stað út í stefnumótun sem miði að því að efla hag félagsmanna.

Eftirtaldir voru kjörnir í stjórn VR - til tveggja ára

Ásta Rut Jónasdóttir

Ragnar Þór Ingólfsson

Eyrún Ingadóttir

Benedikt Vilhjálmsson

Pálmey Helga Gísladóttir

Birgir Már Guðmundsson

Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir

Þá voru kjörnir þrír varamenn í stjórn VR - til eins árs

Óskar Kristjánsson

Benóný Valur Jakobsson

Bjarni Þór Sigurðsson

Alls greiddu 4.867 manns atkvæði í kosningunum. Á kjörskrá voru 28.419. Kosningaþátttaka var því 17,13%.


Tengdar fréttir

Stefán Einar formaður VR

Stefán Einar Stefánsson var kjörinn formaður VR. Hann hlaut 20,6% atkvæða. Helga Guðrún Jónasdóttir fékk næstflest atkvæði. Sjö frambjóðendur gáfu kost á sér. Kosningu lauk á hádegi í dag og voru úrslit kynnt nú rétt eftir klukkan eitt. Við segjum nánari fréttir af úrslitum kosninganna síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×