Innlent

Stjórnlagaráð kemur saman 6. apríl - Írisi Lind boðið sæti

íris Lind Sæmundsdóttir var í 26. sæti
íris Lind Sæmundsdóttir var í 26. sæti
Gert er ráð fyrir að stjórnlagaráð komi saman til fyrsta fundar miðvikudaginn 6. apríl 2011. Írisi Lind Sæmundsdóttur hefur verið boðið þar sæti í stað Ingu Lindar Karlsdóttur.

Í tilkynningu frá undirbúningsnefnd stjórnlagaráðs segir að Inga Lind hafi ekki svarað nefndinni þegar þeim 25 sem var úthlutað sæti eftir kosningar til stjórnlagaþings var sent boð Alþingis um sæti í stjórnlagaráði.

Íris Lind var í 26. sæti í kosningunni til stjórnlagaþings sem fram fór í nóvember.

Þeir fulltrúar sem þegið hafa boð um sæti eru:

Andrés Magnússon,

Ari Teitsson,

Arnfríður Guðmundsdóttir,

Ástrós Gunnlaugsdóttir,

Dögg Harðardóttir,

Eiríkur Bergmann,

Erlingur Sigurðarson,

Freyja Haraldsdóttir,

Gísli Tryggvason,

Guðmundur Gunnarsson,

Illugi Jökulsson,

Katrín Fjelsted,

Katrín Oddsdóttir,

Lýður Árnason,

Ómar Ragnarsson ,

Pawel Bartoszek,

Pétur Gunnlaugson,

Salvör Nordal,

Silja Bára Ómarsdóttir ,

Vilhjálmur Þorsteinsson ,

Þorkell Helgason,

Þorvaldur Gylfason,

Þórhildur Þorleifsdóttir og

Örn Bárður Jónsson

Fyrsti fundurinn fer fram í húsakynnum ráðsins að Ofanleiti 2 í Reykjavík, klukkan tvö síðdegis þann 6. apríl, eftir rúma viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×