Innlent

Jóhanna: Vissulega vonbrigði

Boði Logason skrifar
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra
„Mér finnst margt benda til þess að Nei-ið verði ofan á í þessari þjóðaratkvæðagreiðslu, það veldur vissulega vonbrigðum," segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, aðspurð um fyrstu viðbrögð við fyrstu tölum úr þjóðaratkvæðagreiðslunni.

Jóhanna er gestur í Kosningasjónvarpi RÚV ásamt leiðtogum hinna stjórnmálaflokkanna. Samkvæmt fyrstu tölum segja 62,8 % Nei á meðan 37,2% segja já. Búið er að telja um 18 þúsund atkvæði. Taka verður fram að ekki er búið að telja atkvæði í stóru kjördæmunum, Reykjavík Norður og Suður.

„Það virðist vera nú vera svo að þetta eru afgerandi tölur, en fyrstu tölur gefa oft vísbendingu um hvað koma skal," segir Jóhanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×