Innlent

Kjörstöðum hefur verið lokað

Kjörstöðum hefur nú verið lokað um allt land í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave málið.

Í Reykjavík Suður höfðu 62,18% kosið klukkan níu sem er ívið betri kjörsókn en í þjóðaratkvæðagreiðslunni í fyrra en lakari en í síðustu alþingiskosningum.

Klukkan 21 höfðu 27647 kosið í Reykjavikurkjördæmi norður, sem er 62,18%, kosningaþátttaka en í þjóðaratkvæðagreiðslunni fyrir ári síðan var kosningaþátttakan 54,53%.

Sömu sögu er að segja úr Suðvesturkjördæmi en þar höfðu 37.264 kosið í klukkan átta eða 61,5%.

Talning atkvæða hófst um leið og kjörstöðum lokaði en búist er við fyrstu tölum um klukkan ellefu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×