Innlent

Kynna að­gerðar­á­ætlun vegna við­gerða í Grinda­vík

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Grindavíkurnefnd hefur kynnt aðgerðaráætlun vegna viðgerða í Grindavík.
Grindavíkurnefnd hefur kynnt aðgerðaráætlun vegna viðgerða í Grindavík. Vísir/Sigurjón

Framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ, Grindavíkurnefnd hefur kynnt aðgerðaáætlun vegna viðgerða á innviðum innan þéttbýlis Grindavíkur. Aðgerðirnar miða að því að tryggja virkni og öryggi innviða, þar á meðal á gatnakerfi, lögnum og opnum svæðum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Grindavíkurnefnd, sem vinnur að enduruppbyggingu innviða vegna jarðhræringanna í Grindavík.

Þar segir að aðgerðirnar séu mikilvægar til að stuðla að öflugu atvinnulífi og öruggu samfélagi í Grindavíkurbæ eftir því sem aðstæður leyfa. Þar kemur einnig fram að áætlunin miðist við að eldgos sé ekki í gangi, og ekki sé unnið að framkvæmdum á meðan frekari jarðhræringar eru yfirvofandi líkt og nú.

Helstu atriði áætlunarinnar eru:

  • Viðgerðir á innviðum: Viðgerðir á gatnakerfi, lögnum og öðrum samgönguleiðum þar sem eru sýnilegar sprungur, þ.m.t. mótvægisaðgerðir vegna flóðahættu við byggingar vestan við höfnina.
  • Jarðkönnun: Framhald jarðkönnunar til að meta ástand jarðvegs og tryggja öryggi.
  • Áhættumat: Gerð áhættumats í samvinnu við ríkislögreglustjóra og Almannavarnir.
  • Mannheldar girðingar við sprungu sveima og önnur óörugg svæði
  • Kostnaðarskipting: Heildarkostnaður



Fleiri fréttir

Sjá meira


×