Innlent

Stjörnufans á Al Jazeera

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Skjáskot af Al Jazeera.
Skjáskot af Al Jazeera.
Íslenskar stórstjörrnur voru áberandi á arabísku fréttastöðinni Al Jazeera þegar fjallað var um Icesave deiluna í fréttaþætti nú á fjórða tímanum. Þar lýstu þau Birgitta Haukdal söngkona og Egill Ólafsson söngvari skoðunum sínum á málinu. Þá mátti sjá fjölmiðlamanninum Þorfinni Ómarssyni bregða fyrir.

Birgittu Haukdal og Þorfinni Ómarssyni brá fyrir í þættinum.
Birgitta Haukdal sagðist ætla að greiða atkvæði gegn samningunum í dag. Hið sama sagði Egill Ólafsson. Sá síðarnefndi vildi reyndar líka fá það á hreint hverjar skuldbindingar Íslendinga yrðu. Hann sagði að Íslendingar skildu ekki hvers vegna það væri ekki komið á hreint.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×