Innlent

Kjörsókn betri en fyrir ári

BL skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Kjörsókn hefur verið töluvert betri í morgun en í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave lögin í mars í fyrra. Ólafur Ragnar Grímsson forseti greiddi atkvæði á Álftanesi klukkan ellefu í morgun.

Formaður Sjálfstæðisflokksins greiðir atkvæði nú í hádeginu. Fjármálaráðherra hefur þegar greitt atkvæði utan kjörfundar en ekki er vitað hvenær forsætisráðherra hyggst mæta á kjörstað.

Í Reykjavíkurkjördæmi suður höfðu 7,25% greitt atkvæði klukkan ellefu sem er ívið meira en síðast en þá höfðu 4,6"% greitt atkvæði. í Suðvesturkjördæmi var kjörsókn 7,3% samanborið við 4,9% síðast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×