Innlent

Kjörstaðir opnaðir

JMI skrifar
Kjörstaðir opnuðu klukkan níu í morgun. Mynd/ Sigurjón.
Kjörstaðir opnuðu klukkan níu í morgun. Mynd/ Sigurjón.
Íslendingar greiða atkvæði um Icesave-lögin í dag. Kjörstaðir opnuðu um allt land klukkan níu í morgun en nú þegar hafa um það bil tuttugu og fjögur þúsund manns greitt atkvæði utankjörfundar um allt land. Þar af voru fimmtán þúsund atkvæði greidd í Reykjavík. Tæplega þrjú þúsund Íslendingar greiddu atkvæði í Laugardalshöll í gær.

Talning atkvæða hefst ekki fyrr en eftir lokun kjörstaða í kvöld, en þeir loka flestir klukkan tíu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er búist við að fyrstu tölur verði lesnar upp úr klukkan ellefu í kvöld en ætla má að það verði fyrst gert annað hvort í Norð-austur- eða Norð-vestur kjördæmi.

Nánari upplýsingar um kjördeildir og önnur formsatriði er varða atkvæðagreiðsluna má finna á kosningavef innanríkisráðuneytisins www.kosning.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×