Innlent

Jake Gyllenhaal á Íslandi

Mynd/AP
Bandaríski leikarinn Jake Gyllenhaal er staddur Íslandi og heldur til í miðbæ Reykjavík. Hann situr nú að snæðingi á veitinga- og skemmtistaðnum Austur í Austurstræti. Jake var einnig á ferðinni í miðbænum í dag og fékk sér þá kaffi á Laundromat Cafe. Ekki er vitað hvort um vinnuferð eða frí er að ræða.

Jake hefur leikið í kvikmyndum á borð við Brokeback Mountain, Jarhead, Zodiac, Donnie Darko og Brothers sem Sigurjón Sighvatsson framleiddi. Hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í Brokeback Mountain.

Jake er ekki eini heimfrægi leikarinn sem heimsótt hefur Ísland undanfarna daga. Breski Óskarsverðlaunahafinn Jeremy Irons kom til landsins í byrjunnar vikunnar í tengslum við gerð heimildarmyndar sem hann vinnur nú að um förgun sorps og vandamál sem fylgja slíkri starfsemi. Jeremy og fylgdarlið mynduðu á Ísafirði og í Skutulsfirði í tengslum við díoxínmengun frá sorpbræðslustöðinni Funa sem fjallað hefur verið um í fréttum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×