Erlent

Stór skjálfti í Japan - varað við flóðbylgju

Norðurströnd Japans er enn illa farin eftir jarðskjálftann í síðasta mánuði.
Norðurströnd Japans er enn illa farin eftir jarðskjálftann í síðasta mánuði. MYND/AP
Stór jarðskjálfti, 7,4 stig á Ricther reið yfir Japan í dag. Skjálftinn átti upptök sín undan ströndum Miyagi héraðs að því er fram kemur hjá CNN fréttastofunni. Flóðbylgjuviðvörun hefur verið gefin út og er talið að bylgjan gæti orðið um meter á hæð. Því eru íbúar hvattir til að færa sig frá ströndinni. Tæpur mánuður er liðinn frá því risaskjálfti, níu stig, reið yfir sama svæði með skelfilegum afleiðingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×