Innlent

Stuðningur við ríkisstjórnina hríðfellur

Formlega var tilkynnt um myndun ríkisstjórnar Samfylkingar og VG í Norræna húsinu 12. maí 2009.
Formlega var tilkynnt um myndun ríkisstjórnar Samfylkingar og VG í Norræna húsinu 12. maí 2009. Mynd/Vilhelm
Stuðningur við ríkisstjórnarflokkanna hríðfellur samkvæmt skoðanakönnun MMR og hefur tekið afar miklum breytingum frá kosningunum 25. apríl 2009. Líkt og fram kom fram fyrr í kvöld er Sjálfstæðisflokkurinn sá stjórnmálaflokkur sem nýtur nú langmest stuðnings.

Tæp tvö ár eru frá síðustu þingkosningum en þá fékk Samfylkingin 29,8% atkvæða, Sjálfstæðisflokkurinn 23,7%, Vinstri grænir 21,7%, Framsóknarflokkurinn 14,8% og Borgarahreyfingin 7,2%. Í framhaldinu mynduðu Samfylkingin og VG fyrstu hreinu vinstristjórnina hér á landi.

Mikið hefur gengið á frá því að ríkisstjórnin, sem þá hafði starfað sem minnihlutastjórn í nokkra mánuði, var formlega mynduð í maí 2009 og stuðningur við ríkisstjórnarflokkanna hefur dregist saman hægt og rólega. Á yfirstandandi kjörtímabili hefur fylgi þeirra sjaldan mælst jafn lítið og nú.

Sé miðað við síðustu kosningar hefur Samfylkingin tapað tæplega 13% fylgi og VG um 10%. Á sama tíma hefur Sjálfstæðisflokkurinn styrkt stöðu sína verulega eða um tæp 17%. Þá hefur stuðningur við Framsóknarflokkinn aukist um 1,2%.

Könnun MMR var gerð dagana 4.-6. apríl og náði til rúmlega 1500 einstaklinga. 942 tóku afstöðu eða tæplega 64%.


Tengdar fréttir

Framsóknarflokkur og Samfylking með svipað fylgi

Sjálfstæðisflokkurinn fengi 40% fylgi ef gengið yrði til þingkosninga í dag, ef marka má skoðanakönnun MMR. Framsóknarflokkurinn bætir við sig fylgi og mælist nú með 16%, Samfylkingin mælist með 17% fylgi, Vinstri græn með 12,8% og og Hreyfingin með 4,7%. 602 tóku þátt í könnunni en 64% þeirra tóku afstöðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×