Erlent

Fá ekki ríkisborgararétt

Hæstiréttur Frakklands hefur staðfest úrskurð um að börn sem fædd eru af erlendum staðgöngumæðrum fái ekki franskan ríkisborgararétt.

Undirréttur hafði fellt dóm í máli tvíburasystra sem bandarísk staðgöngumóðir hafði fætt. Foreldrarnir voru franskir. Undirréttur neitaði að skrá systurnar í frönsku þjóðskrána en það er forsenda þess að þær fái ríkisborgararétt.

Staðgöngumæðrun er bönnuð í Frakklandi, hvort sem er í góðgerðar eða ábataskyni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×