Erlent

Danskar herþotur í loftvarnaskothríð yfir Líbíu

Dönsk herþota hefur sig til flugs á Sikiley.
Dönsk herþota hefur sig til flugs á Sikiley. MYND/AFP
Danskar F-16 herþotur sem taka þátt í aðgerðunum gegn hersveitum Gaddafís í Líbíu hafa nokkrum sinnum lent í skothríð frá loftvarnarbyssum stjórnarhermanna. Yfirmaður dönsku flughersveitarinnar sem staðsett er á Sikiley segir í samtali við Extrabladet að engin vél hafi enn orðið fyrir skoti. Hann segir að vélarnar fljúgi í svo mikilli hæð að litlar líkur séu á því að kúlur loftvarnabyssanna nái upp til þeirra.

Danirnir hitta hinsvegar með sprengjum sínum og hafa skotfærageymslur og skriðdrekar verið á meðal skotmarka þeirra. Herferðin sem sex þotur taka þátt í kostar hinsvegar sitt. Mest er notast við rúmlega 220 kílóa  sprengjur sem kosta 6,5 milljónir króna stykkið. Herkostnaðurinn hingað til nemur að sögn yfirmannsins um 780 milljónum króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×