Erlent

Gaddafi skrifar Barack Obama

Óli Tynes skrifar
Moammar Gaddafi
Moammar Gaddafi
Hin opinbera fréttastofa Líbíu segir að Moammar Gaddafi hafi sent Barack Obama skilaboð. Þau eru sögð í tilefni af því að Bandaríkjamenn hafi dregið sig út úr því sem leiðtoginn kallar krossferð nýlenduríkja gegn Líbíu. Ekki er greint nánar frá innihaldi skilaboðanna. Gaddafi á þarna væntanlega við að NATO hefur tekið að sér stjórn aðgerða í Líbíu.

NATO hefur vísað á bug gagnrýni uppreisnarmanna á frammstöðuna á vígvellinum. Uppreisnarmenn höfðu kvartað yfir því að allt að átta klukkustundir gætu liðið frá því þeir bæðu um aðstoð þartil orrustuþotur bandalagsins birtust.

Talskona NATO sagði að ofuráhersla væri lögð á að forðast að óbreyttir borgarar féllu í loftárásum. Það væri því ekki hægt að senda flugvélar af stað eins og hendi væri veifað. NATO yrði fyrst að kanna aðstæður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×