Erlent

Karlmenn yfir fimmtugu vanmetnir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jonas Gahr Störe verður kosinn í stjórn norska Verkamannaflokksins. Mynd/ afp.
Jonas Gahr Störe verður kosinn í stjórn norska Verkamannaflokksins. Mynd/ afp.
Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, verður að öllum líkindum kosinn í stjórn norska Verkamannaflokksins á landsfundi flokksins um helgina. Dagblaðið Aftenposten segir að kjör hans yrði mjög umdeilt. Mörgum finnst rangt að kjósa karlmann yfir fimmtugu frá höfuðborginni inn í ráðið.

Jens Stoltenberg, formaður flokksins, segir hins vegar ekkert athugavert við karlmenn yfir fimmtugu. Þeir séu oft á tíðum skynsamt hugsjónarfólk. „Karlmenn á sextugsaldri eru hugsanlega vanmetinn hópur í norska samfélaginu,“ sagði Stoltenberg með bros á vör á blaðamannafundi í aðdraganda landsfundarins.

Tuttugu manns verða valdir í stjórn Verkamannaflokksins á fundinum um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×