Erlent

Árás gerð á forsetahöll Fílabeinsstrandarinnar

Óli Tynes skrifar
Skriðdrekar hafa verið með algengari farartækjum á götum Fílabeinsstrandarinnar undanfarna mánuði.
Skriðdrekar hafa verið með algengari farartækjum á götum Fílabeinsstrandarinnar undanfarna mánuði. MYND/Getty Images
Frönsk stjórnvöld segja að liðsmenn Alassanes Qattara hafi í morgun gert árás á forsetahöllina á Fílabeinsströndinni þar sem Laurent Gbagbo þráast við að gefast upp.

 

Hersveitir Gbagbos lögðu niður vopn í gær eftir harðar loftárásir Frakka. Yfirhershöfðingi stjórnarhersins tilkynnti um það í gær, en herinn hefur stutt Gbagbo allt frá því hann tapaði í forsetakosningunum fyrir nokkrum mánuðum.

 

Frakkar segja að það sé fáránlegt af Gbagbo að sitja einn í kjallara forsetahallarinnar og reyna að setja skilyrði fyrir uppgjöf sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×