Erlent

Hið opinbera að lamast í Bandaríkjunum

Ekkert gengur né rekur í samningum Barack Obama bandaríkjaforseta og leiðtoga á bandaríska þinginu um fjárlög landsins fram til september.

Fari sem horfir eru allar líkur á að hið opinbera í Bandaríkjunum loki öllum skrifstofum sínum á föstudag. Ekki er hægt að halda þeim opnum nema fjárlögin liggi fyrir.

Ágreiningurinn stendur um niðurskurð í fjárlögunum en Repúblikanar vilja ganga mun lengra í niðurskurðinum en stjórn Obama. Sjálfur segir Obama að það væri óafsakanlegt ef rekstur hins opinbera stöðvist af þessum sökum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×