Erlent

Berlusconi sleppur við málaferli í Mílanó

Meirihluti í neðri deild ítalska þingsins hefur samþykkt tillögu sem leiðir til þess að Silvio Berlusconi forsætisráðherra landsins sleppur við málaferli um kynferðisafbrot fyrir dómstóli í Mílanó.

Réttarhöldin yfir Berlusconi áttu að hefjast í dag en hann er meðal annars sakaður um kynmök við unglingsstúlku undir lögaldri.

Samkvæmt tillögu þingsins er málið, hvað varðar kynferðisafbrot ráðherrans, flutt frá dómstólnum í Mílanó og yfir til áfrýjunardómstóls. Dómstólinn í Mílanó mun hinsvegar taka fyrir ásakanir um að Berlusconi hafi misnotað vald sitt. Því réttarhaldi hefur verið frestað fram á vorið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×