Erlent

Vilja grafa Monu Lisu upp

Ítalskir sérfræðingar undir forystu sagnfræðingsins Silvano Vinceti hafa tilkynnt að þeir hyggist grafa upp lík kaupmannsfrúarinnar Lisu Gherardiní sem talin er hafa verið fyrirmyndin að hinu þekkta verki Mona Lisa sem Leonardo da Vinci málaði á 16. öld.

Lisa lést árið 1542 og er sögð grafin við klaustur heilagrar Úrsúlú í Flórens. Umdeilt er hvort Lísa sé fyrirmynd Monu Lisu og hvort hún sé grafin við klaustrið.

Vinceti er þess fullviss að Lisa sé fyrirmyndin og vonast hann til að finna höfuðkúpu hennar svo hægt sé að endurskapa ásjónu hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×