Erlent

Aftöku frestað í annað sinn í Texas

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur frestað í annað sinn aftökunni á hinum 47 ára gamla Clive Foster í Texas. Hún átti að fara fram í nótt.

Lögmenn Foster fengu aftökunni frestað í fyrsta sinn á síðasta ári á grundvelli þess að sönnunargögnin gegn Foster séu ekki nógu sterk fyrir dauðadóm. Foster var upphaflega dæmdur fyrir nauðgun og morð sem hann framdi fyrir jólin árið 2001.

Ástæðan fyrir Því að hæstiréttur frestaði aftökunni seint í gærkvöldi, aðeins tveimur tímum áður en hún átti að fara fram, voru spurningar sem lögmenn Foster settu fram við lyfið sem átti að nota. Um er að ræða lyfið pentobarbital sem framleitt er af danska lyfjaframleiðandanum Lundbeck. Lyfið hefur ekki verið notað áður við aftökur í Texas né annars staðar.

Dómsyfirvöld í Texas leituðu til Lundbeck þar sem skortur var á því lyfi sem notað hefur verið við aftökur í Texas frá árinu 1982 þegar rafmagnsstóllinn var lagður niður.

Fram kemur í frétt á börsen að stjórnendur Lundbeck séu miður sín vegna athyglinnar í þessu máli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×