Erlent

Líbískur ráðherra ræðir við grísk stjórnvöld

Abdul Obeidi aðstoðarutanríkisráðherra Líbýu er nú staddur í Grikklandi. Hann ræddi í gærkvöldi við Papandreou, forsætisráðherra Grikklands.

Talið er að Obeidi haft afhent Papandreou persónuleg skilaboð frá Gaddafi Líbíuleiðtoga um hvernig hægt sé að binda endi á bardagana í landinu.Samskipti Grikklands og Líbíu hafa verið góð um árabil og samkvæmt frétt um málið á BBC ákvað Papandreou að taka á móti Obeidi eftir að hafa ráðfært sig við embættismenn í Tripólí.

Obeidi mun fara til Möltu og Tyrklands í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×