Erlent

Þúsundir Dana skoðuðu búrhvalsreka um helgina

Þúsundir Dana hafa eytt helginni við að skoða búrhvalsreka skammt norður af Ringköbing á Vestur Jótlandi.

Búrhvalur Þessi er um 15 metrar að lengd og um 25 tonn að þyngd. Hann hafði lengi flotið dauður áður en honum skolaði upp á strendur Vestur Jótlands á laugardag enda mun megna rotnunarfýlu leggja af honum. Þetta hefur þó ekki komið í veg fyrir mikinn áhuga Dana á að skoða hvalinn.

Samkvæmt dönskum fjölmiðlum voru menn frá Náttúrustofnun Vestur Jótlands fljótlega sendir á staðinn til að tryggja kjálka hvalsins en eitthvað hefur verið um að fólk reyni að slíta tennur úr þeim. Búrhvalstennur eru dýr verslunarvara en þær falla undir Washington Sáttmálann og því er ólöglegt að versla með þær án sérstaks leyfi.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem búrhveli rekur á land við strendur Danmerkur. Slíkt gerðist síðast í júní fyrra. Mestur varð hvalrekinn þegar 16 búrhvali rak á land við Romö árið 1996. Raunar strönduðu 13 búrhvalir þar ári seinna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×