Erlent

Frakkar fjölga hermönnum á Fílabeinsströndinni

Hermenn frá Fílabeinsströndinni.
Hermenn frá Fílabeinsströndinni.
Frakkar hafa fjölgað hermönnum á Fílabeinsströndinni þar sem hörð átök geysa á milli fylgismanna forseta landsins Laurent Gbagbo og mannsins sem sigraði hann í síðustu forsetakosningum, Alassane Ouattara.

Outtara er nú talinn réttkjörinn forseti en Gbagagbo neitar að láta af völdum.

Frakkar hafa blandað sér í átökin til að reyna að koma í veg fyrir allsherjar borgarastyrjöld í landinu og ráða nú yfir flugvellinum í höfuðborginni Abídjan.

Stanslausar fréttir berast af voðaverkum á báða bóga. Rauði krossinn segir til að mynda að meira en 800 manns hafa látið lífið í tveggja daga blóðbaði í litlum bæ skammt frá höfuðborginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×