Erlent

Blóðbað á Fílabeinsströndinni

hermenn í bænum Duekoeu.
hermenn í bænum Duekoeu.
MInnsta kosti átta hundruð manns hafa verið drepnir í átökum í bænum Duekoeu á Fílabeinsströndinni í þessari viku.

Alþjóðleg nefnd frá hjálparsamtökum Rauða krossins kom í bæinn í vikunni og sögðu ofbeldið og drápin hræðileg, að að nefndinni væri brugðið yfir hörkunni.

Stuðningsmenn Alassane Ouattara, réttkjörins forseta Fílabeinsstrandarinnar, náðu bænum á sitt vald í vikunni.

Hermenn honum hliðhollir hafa barist við hermenn Laurent Gbagbo, sem hefur neitað að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum sem fram fóru seint á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×