Handbolti

Afturelding í úrslit en oddaleik þarf hjá Stjörnunni og ÍR

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stuðningsmenn Aftureldingar gátu fagnað í kvöld.
Stuðningsmenn Aftureldingar gátu fagnað í kvöld.
Afturelding mun leika til úrslita um laust sæti í N1-deild karla næsta vetur en oddaleik þarf á milli Stjörnunnar og ÍR um hvort liðið mætir Mosfellingum í úrslitum.

Leikir tvo í umspilinu í kvöld voru æsispennandi. Stjarnan marði sigur á ÍR í leik þar sem lítið er skorað á meðan Afturelding vann einnig nauman sigur á ÍBV og rimmu liðanna því 2-0.

Tvo sigra þarf síðan í úrslitaeinvíginu.

Úrslit kvöldsins:

Stjarnan-ÍR  18-17 (8-7)

Mörk Stjörnunnar: Tandri Konráðsson 6, Eyþór Magnússon 4, Finnur Jónsson 3, Jón Arnar Jónsson 3, Vilhjálmur Halldórsson 2.

Mörk ÍR: Davíð Georgsson 3, Sigurður Magnússon 3, Jónatan Vignisson 3, Ágúst Birgisson 2, Hreiðar Haraldsson 2, Jón Bjarki Oddsson 1, Halldór Hinriksson 1, Þorgrímur Ólafsson 1, Guðni Kristinsson 1.

ÍBV-Afturelding  22-23

Mörk ÍBV: Sigurður Bragason 9, Gísli Jón Þórisson 4, Vignir Stefánsson 4, Sindri Ólafsson 1, Einar Gauti Ólafsson 1, Leifur Jóhannesson 1, Svavar Vignisson 1, Theodór Sigurjónsson 1.

Mörk Aftureldingar: Hilmar Stefánsson 7, Arnar Freyr Theodórsson 3, Bjarni Aron Þórðarson 3, Þrándur Gíslason 2, Jóhann Jóhannsson 2, Jón Andri Helgason 2, Ásgeir Jónsson 1, Sverrir Hermannsson 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×