Erlent

ESB vill senda fótgönguliða til Líbíu

Óli Tynes skrifar
Landher til Líbíu?
Landher til Líbíu?
Evrópusambandið er reiðubúið að senda hersveitir till Líbíu til þess að aðstoða flóttafólk, ef Sameinuðu þjóðirnar fara framá það. Hermönnunum yrði ekki ætlað að berjast við sveitir Moammars Gaddafis heldur aðeins veita mannúðaraðstoð. Þeir myndu þó að sjálfsögðu hafa umboð til þess að verja hendur sínar ef til þess kæmi. Gera má því skóna að þeir myndu njóta aðstoðar orrustuflugvéla NATO ef óskað yrði eftir henni.

 

Uppreisnarmenn í Líbíu eru annars ekki sáttir við NATO og þykir bandalagið  vera alltof tregt við að gera loftárásir. NATO svarar því til að mikil ringulreið sé á vígvellinum og erfitt að skilja lögmæt skotmörk frá öðrum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×