Erlent

Norðmenn ákváðu stríð í gegnum farsíma

Óli Tynes skrifar
Ákvörðun um að senda norskar orrustuþotur til Líbíu hinn 19. mars var tekin í farsímum. Ríkisstjórnin hélt engan sérstakan fund um málið og þingið kom þar hvergi nærri. Til samanburðar urðu margra klukkustunda heitar umræður á danska þinginu um hvort skyldi senda þaðan orrustuþotur til Líbíu. Það var að lokum samþykkt og danskar orrustuþotur hafa gert fjölmargar loftárásir á skriðdreka og önnur vígtólf Gaddafis.

 

Norsk stjórnvöld segja að aðstæður hafi verið allt aðrar. Danir hafi þegar verið búnir að ákveða að senda orrustuþotur og fyrirfram hafi verið ákveðinn þingfundur á föstudeginum. Þá hafi hinsvegar verið þinghlé í Noregi. Ríkisstjórnin hafi því tekið innbyrðis ákvörðun um að bregðasst við kalli Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×