Fáránleg fjölmiðlalög Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar 19. apríl 2011 09:31 Stjórnmálamenn eru með fjölmiðla á heilanum og hafa nú klambrað saman fjölmiðlafrumvarpi og samþykkt á þingi. Þar skín í gegn að þetta fólk virðist ekki vita af tilvist netsins, sem hefur umturnað öllum skilgreiningum og hugmyndum um fjölmiðla. Ekki liggur einu sinni fyrir grundvallarskilgreining sem svarar spurningunni: Hvað er fjölmiðill ? Frétta- og blaðamennska skilgreinist ekki út frá því hvort henni er miðlað með pappamassa eða á ljósvaka í gegnum harðplast og gler. Enginn virðist telja sig þurfa að svara grundvallarspurningunni sem er þessi: Af hverju ætti að þurfa einhver sérstök lög um fjölmiðla umfram önnur fyrirtæki? Ef einhvern tíma var hægt að rökstyðja slíkt var það hugsanlega á þeim tíma þegar ekki var á færi nema auðkýfinga að eiga fjölmiðla og reka þá. Öldin er önnur í dag. Hér er ein óborganleg klásúla úr þessum lögum en af nægu er að taka þar sem glittir í forræðishyggju bak við aðra hverja setningu. „Til að fylgjast með framvindu jafnréttismála getur fjölmiðlanefnd óskað eftir upplýsingum frá fjölmiðlaþjónustuveitendum um greiningu starfsfólks eftir kyni og stöðu (starfsheitum). Þá getur fjölmiðlanefnd óskað eftir samstarfi við fjölmiðlaþjónustuveitendur um upplýsingar um birtingarmyndir kynjanna, þ.e. hlutfall kvenna og karla í fréttum, bæði viðmælendur og fréttamenn, hlutfall kynjanna í unnu dagskrárefni o.fl. Hér getur einnig verið um að ræða upplýsingar um hvernig fjölmiðlaþjónustuveitendur vinna gegn staðalímyndum kynjanna og efla stöðu kvenna á og í fjölmiðlum." Algerlega burtséð frá því hvað fólki finnst um femínisma í sinni róttækustu mynd - í þessu kristallast grundvallarmisskilningur á eðli fjölmiðla. Þarna er verið að fara fram á að þeir séu einhverskonar gerandi í þjóðfélaginu; að þeim beri að taka virkan þátt í að betra þegnana í samræmi við hugmyndir þingmanna. En ekki bregða upp mynd af þjóðfélaginu eins og það er: Sumsé að sinna sinni frumskyldu, sem er að veita upplýsingar. Óbeint er verið að fara fram á að fjölmiðlar hagræði sannleikanum. Það fer ekki saman að vera í uppeldishlutverki og að sinna frumskyldunni, sem er að veita sem óbjagaðastar upplýsingar svo menn geti brugðist við í framhaldi ef þeim sýnist svo. Af hverju í ósköpunum ætti almenningur að sætta sig við að fjölmiðlar, sem einkum eiga að veita hinu opinbera aðhald, taki við skipunum frá þeim hinum sama um hvernig haga beri fréttaflutningi? Á þingi sitja nú vel á þriðja tug sem hafa starfað við fjölmiðla eða verið viðloðandi þá. Við hljótum að spyrja þá hvað í ósköpunum þeim gangi til með þessu hlálega bulli? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Stjórnmálamenn eru með fjölmiðla á heilanum og hafa nú klambrað saman fjölmiðlafrumvarpi og samþykkt á þingi. Þar skín í gegn að þetta fólk virðist ekki vita af tilvist netsins, sem hefur umturnað öllum skilgreiningum og hugmyndum um fjölmiðla. Ekki liggur einu sinni fyrir grundvallarskilgreining sem svarar spurningunni: Hvað er fjölmiðill ? Frétta- og blaðamennska skilgreinist ekki út frá því hvort henni er miðlað með pappamassa eða á ljósvaka í gegnum harðplast og gler. Enginn virðist telja sig þurfa að svara grundvallarspurningunni sem er þessi: Af hverju ætti að þurfa einhver sérstök lög um fjölmiðla umfram önnur fyrirtæki? Ef einhvern tíma var hægt að rökstyðja slíkt var það hugsanlega á þeim tíma þegar ekki var á færi nema auðkýfinga að eiga fjölmiðla og reka þá. Öldin er önnur í dag. Hér er ein óborganleg klásúla úr þessum lögum en af nægu er að taka þar sem glittir í forræðishyggju bak við aðra hverja setningu. „Til að fylgjast með framvindu jafnréttismála getur fjölmiðlanefnd óskað eftir upplýsingum frá fjölmiðlaþjónustuveitendum um greiningu starfsfólks eftir kyni og stöðu (starfsheitum). Þá getur fjölmiðlanefnd óskað eftir samstarfi við fjölmiðlaþjónustuveitendur um upplýsingar um birtingarmyndir kynjanna, þ.e. hlutfall kvenna og karla í fréttum, bæði viðmælendur og fréttamenn, hlutfall kynjanna í unnu dagskrárefni o.fl. Hér getur einnig verið um að ræða upplýsingar um hvernig fjölmiðlaþjónustuveitendur vinna gegn staðalímyndum kynjanna og efla stöðu kvenna á og í fjölmiðlum." Algerlega burtséð frá því hvað fólki finnst um femínisma í sinni róttækustu mynd - í þessu kristallast grundvallarmisskilningur á eðli fjölmiðla. Þarna er verið að fara fram á að þeir séu einhverskonar gerandi í þjóðfélaginu; að þeim beri að taka virkan þátt í að betra þegnana í samræmi við hugmyndir þingmanna. En ekki bregða upp mynd af þjóðfélaginu eins og það er: Sumsé að sinna sinni frumskyldu, sem er að veita upplýsingar. Óbeint er verið að fara fram á að fjölmiðlar hagræði sannleikanum. Það fer ekki saman að vera í uppeldishlutverki og að sinna frumskyldunni, sem er að veita sem óbjagaðastar upplýsingar svo menn geti brugðist við í framhaldi ef þeim sýnist svo. Af hverju í ósköpunum ætti almenningur að sætta sig við að fjölmiðlar, sem einkum eiga að veita hinu opinbera aðhald, taki við skipunum frá þeim hinum sama um hvernig haga beri fréttaflutningi? Á þingi sitja nú vel á þriðja tug sem hafa starfað við fjölmiðla eða verið viðloðandi þá. Við hljótum að spyrja þá hvað í ósköpunum þeim gangi til með þessu hlálega bulli?
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar