Erlent

Noma aftur kosinn besti veitingastaður heimsins

MYND/AFP
Danski veitingastaðurinn Noma í Kaupmannahöfn er áfram besti veitingastaður heimsins eins og í fyrra.

Þetta er niðurstaðan úr árlegri kosningu tímaritsins Restaurant Magazine en verðlaunin eru kennd við Pellegrino.

Tvö spænsk veitingahús voru kjörin í annað og þriðja sætið, þó ekki El Bulli sem tók ekki þátt í ár þar sem staðurinn er lokaður vegna endurbóta.

Noma hefur fagnað gífurlegum vinsældum síðan staðurinn opnaði árið 2004 en hann er staðsettur í Strandgade við hlið íslenska sendiráðsins. Sem stendur er þriggja mánaða biðlisti eftir borði á Noma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×