Erlent

Segja maraþonhlaupurum mismunað eftir kynþætti í Hollandi

Kenýski maraþonhlauparinn Joseph Chebet fyrstur í mark í Boston Maraþoninu árið 1999.
Kenýski maraþonhlauparinn Joseph Chebet fyrstur í mark í Boston Maraþoninu árið 1999.
Keppnishaldarar maraþonsins í Utrecht í Hollandi eru sakaðir um kynþáttamismunun eftir að þeir samþykktu að veita hollenskum verðlaunahöfum mun hærri peningaverðlaun en öðrum.

Ástæðan er sú að maraþonhlauparar frá Kenýa hafa nánast einokað sigursætin síðustu fjögur árin. Keppnishaldarar segjast vilja hvetja heimamenn til þess að taka þátt í maraþoninu.

Þá segja sumir að þetta útspil keppnishaldaranna sé í raun birtingamynd minnkandi umburðalyndis í landinu gagnvart innflytjendum.

Maraþonið fór fram í dag en framkvæmdastjóri keppninnar, Louran van Keulen, segir ástæðuna fyrir hærra vinningsfé fyrir heimamenn alls ekki kynþáttamismunun, heldur eingöngu hvatningu.

Framkvæmdastjórinn ver ákvörðunina af krafti en viðurkennir að það sé frekar kaldhæðnislegt að mönnum sé mismunað, ekki vegna þess að þeir séu lélegir, heldur of góðir í því sem þeir gera.

Ef Kenýamaður vinnur hlaupið fær hann hundrað evrur fyrir. Ef Hollendingur fer fyrstu yfir línuna fær hann þessa sömu 100 evrur, og svo tíu þúsund evrur í bónus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×