Erlent

Hvirfilbylir valda neyðarástandi í Norður Karólínu

Að minnsta kosti 45 fórust í suðurhluta Bandaríkjanna um helgina eftir að miklir stormar og hvirfilbylir herjuðu á íbúa þar.

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Norður Karólínu sem varð einna harðast úti en þar er tala látinna 21 og fer hækkandi. Í ríkjunum Oklahoma, Arkansas, Mississippi, Alabama og Texas urðu einnig mannskaðar.

Alls riðu 62 hvirfilbylir yfir Norður Karólíu og eignartjón er töluvert. Talið er að um 200.000 heimili hafi verið án rafmagns í ríkinu í gærdag.

Samkvæmt frétt á CNN er þetta talið versta stormveður á þessum slóðum undanfarna þrjá áratugi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×