Erlent

Líklegt að ný ríkisstjórn verði mynduð í Finnlandi

Timo Soini, leiðtogi Sannra Finna, sem eru sigurvegarar kosninganna en þeir hafa meira en fjórfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum.
Timo Soini, leiðtogi Sannra Finna, sem eru sigurvegarar kosninganna en þeir hafa meira en fjórfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum. Mynd/AFP
Samkvæmt fyrstu tölum í þingkosningunum í Finnlandi, sem birtar voru klukkan fimm þegar kjörstöðum var lokað, hefur Samstöðuflokkurinn fengið 20,2 prósent atkvæða sem hafa verið talin.

Þjóðernisflokkurinn, Sannir finnar, fær 18,6 prósent atkvæða, en þeir hafa ekki átt þingmann til þessa. Jafnaðarmannaflokkurinn fær 19,5 prósent atkvæða og Miðflokkurinn, sem var stærsti flokkurinn á þinginu, fær aðeins 17,3% atkvæða.

Það eru mikil tíðindi að Sannir Finnar, fái 18,6 prósent atkvæða sem er meira en fjórföldun á fylgi flokksins frá síðustu kosningum. Flokkurinn vill meðal annars herða innflytjendalög í Finnlandi og er einnig mótfallinn því að Finnar taki þátt í björgunarpakka Evrópusambandsins fyrir Portúgal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×