Erlent

Fegin að vera komin aftur heim

Marie Amelie
Marie Amelie
Rithöfundurinn Marie Amelie hefur fengið atvinnuleyfi í Noregi. Marie var vísað frá Noregi eftir að hún skrifaði bók um reynslu sína sem ólöglegur innflytjandi í landinu. Hún lenti í Noregi í gærkvöldi.

Ég lenti í kvöld en er samt enn í skýjunum - sagði María Amelía, ólöglegi innflytjandinn sem var rekin frá Noregi en hefur nú fengið að snúa aftur til síns heima - frelsinu fegin. Mál Maríu var eldfimt og pólitískt. Hún skrifaði bók um reynslu sína sem ólöglegur innflytjandi, bókin komst á metsölulista og kastljósið beindist að höfundinum. Eitt þarf yfir alla að ganga, sagði Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, og vísaði Maríu frá landi.

Hér á Íslandi risu margir til varnar Maríu Amelíu. Til dæmis þingmaðurinn Árni Johnsen sem kom með þá hugmynd að Maríu yrði veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Allt kom þó fyrir ekki.  María fór til Rússlands, þaðan sem fjölskylda hennar flúði árið 2002. Nú virðist sem norsk stjórnvöld hafi komist að einhvers konar málamiðlun því María Amelía fékk úthlutað atvinnuleyfi í Noregi - Þar sem hún lenti í gærkvöldi og sagði brosandi - ég er svo glöð að vera komin til




Fleiri fréttir

Sjá meira


×