Erlent

FBI rannsakar þrjár þekktustu pókersíður í heimi

Mynd úr safni
Þrjár þekktustu pókersíður heims eru undir rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar vegna gruns um peningaþvætti og ólögmæta viðskiptahætti.

Saksóknari í Manhattan hefur lýst því yfir að um 75 bankareikningar, í eigu síðanna, í fjórtán löndum hafi verið frystir. Síðurnar heita PókerStars, Full Tilt Póker og Absólút Póker.

Þau eru sögð hafa brotið löggjöf um fjárhættuspil á netinu frá árinu 2006. Fyrirtækin eru jafnframt sögð hafa tekið við peningum frá bandarískum fjárhættuspilurum en dulbúið þá sem greiðslur fyrir varning á netinu sem aldrei var til staðar.

Þeir sem ætluðu að freista gæfunnar í morgun á heimasíðunni PókerStars.com duttu ekki í lukkupottinn heldur fengu skilaboð frá bandarísku alríkislögreglunni um að síðan væri nú til rannsóknar og því lokuð.

Eigendur fyrirtækjanna hafa lýst því yfir að þeir munu halda áfram viðskiptum, bara ekki í bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×