Erlent

Lík Allendes grafið upp

Salvador Allende. Hershöfðinginn Augusto Pinochet leiddi valdarán hersins í Chile árið 1973 þegar sósíalíska forsetanum Allende var steypt af stóli.
Salvador Allende. Hershöfðinginn Augusto Pinochet leiddi valdarán hersins í Chile árið 1973 þegar sósíalíska forsetanum Allende var steypt af stóli. Mynd/AFP
Lík Salvadors Allendes, fyrrverandi forseta Chile, verður grafið upp til þess að fá á hreint í eitt skipti fyrir öll hvort hann hafi framið sjálsmorð eða verið myrtur í kjölfar valdaránsins 1973 þegar Augusto Pinochet tók við völdum í landinu. Dómari komst að þessari niðurstöðu í dag en það voru ættingjar Allendes sem lögðu beiðnina fram. Lík Allendes fannst í forsetahöllinni þegar liðsmenn Pinochet nálguðust.

Þúsundir manna hurfu sporlaust á valdatíma Pinochet og talið er að nær 30 þúsund manns hafi sætt pyntingum. Þúsundir Chilemanna voru jafnframt neyddir í útlegð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×