Matfugl svarar neytendum: Enginn fugl í búri Erla Hlynsdóttir skrifar 14. apríl 2011 10:52 Mynd úr safni „Hluti neytenda gerir kröfu til þess að geta keypt ómeðhöndlaðar kjúklingabringur meðan aðrir neytendur kjósa að geta fengið safaríkari kjúkling sem inniheldur viðbætt vatn. Við því hefur Matfugl brugðist með að bjóða uppá hvorutveggja. Sem dæmi um það þá framleiðum við kjúklingabringur sem innihalda ekkert viðbætt vatn undir vörumerkjunum Ali og Ferskir kjúklingar. Í öllum tilfellum þar sem vatni er bætt í vörur frá okkur kemur það fram á innihaldslýsingu. " Þetta kemur fram í svari Matfugls til áhugafólks um velferð dýra sem hefur á Facebook-síðu Matfugls óskað eftir upplýsingum um aðbúnað kjúklinga í búum fyrirtækisins. Þá óskuðu umræddir neytendur einnig eftir myndum sem teknar eru í kjúklingabúunum, og hefur Matfugl einnig orðið við því. Myndirnar má sjá hér.Sumir vilja vita sem minnst Ekki hafa þó allir neytendur áhuga á aðbúnaði þeirra dýra sem það síðar neytir. Þannig segir Þorstína Sigurjónsdóttir. „Myndi manni líða betur með að vita að það sem er á diski manns, hafi verið haft sem gæludýr og síðan drepið ? Það hefði verið drepið hvort sem var. Fólk þarf að gera upp við sig hvort það vilji vera grænmetisætur eða ekki. Það er ekkert fagurt við það að ala eitthvað eingöngu með það í huga að drepa það síðan, en svona er það nú samt. Það er ekki heldur vel farið með fiskana í sjónum. Á meðan ég er ekki grænmetisæta, vil ég sem minnst vita um aðbúnað dýra sem ég kýs að borða og ekki myndi ég vilja koma inní sláturhús heldur," segir hún á síðunni.Með dýralækna í vinnu Í svari Matfugls til neytenda kemur fram að starfsfólk á þeim bænum fagni sýndum áhuga á starfseminni; „Jafnframt viljum við mótmæla tilhæfulausum ásökunum um slæma meðferð á dýrum." Þá er bent á að starfsreglur alifuglaræktar á Íslandi eru settar af Landbúnaðarráðuneytinu og að öll bú eru tekin reglulega út á vegum Matvælastofnunar. „Starfsmenn Matfugls hafa frá upphafi lagt metnað sinn í það að hafa aðbúnað dýranna á búum sínum eins góðan og kostur er í nútíma landbúnaði. Sem dæmi um það hafa dýralæknar verið í fullu starfi hjá okkur frá árinu 1999 og hefur þeirra hlutverk verið að stýra gæðum framleiðslunnar og huga að velferð dýranna. Allur búnaður á búunum er af fullkomnustu gerð og enginn fugl hjá okkur hefur nokkru sinni verið alinn í búrum heldur fá þeir að valsa um húsin að vild," segir í svarinu.Of kalt úti Þeir neytendur sem leituðu eftir upplýsingum frá Matfugli höfðu einnig sérstakan áhuga á vistvænni framleiðslu. „Kjúklingaframleiðsla á Íslandi er nálægt því að vera vistvæn. Það eina sem vantar upp á er að fuglarnir geta ekki gengið inn og út úr húsum. Ástæður fyrir því eru aðallega tvær; annarsvegar að á Íslandi er of kalt fyrir fuglinn til að þrífast utandyra en kjörhitastig í kjúklingaeldi er á bilinu 21-31°C og hins vegar strangar heilbrigðiskröfur varðandi campylobakter til verndar neytendum, en fugl sem gengur úti er oftar en ekki sýktur af campylobakter. Af þessum sökum er ekki í boði að selja ferskan „free range" kjúkling á Íslandi þó að það tíðkist erlendis enda eru heilbrigðiskröfur ekki eins strangar þar," segir í svari Matfugls. Facebook-síðu Matfugls má sjá hér. Tengdar fréttir Bíða eftir myndum úr kjúklingabúum Matfugls Starfsfólk Matfugls vinnur nú hörðum höndum að því að svara hópi áhugafólks um velferð dýra sem hefur á Facebook-síðu Matfugls óskað eftir myndum sem teknar eru inni í kjúklingabúum Matfugls til að neytendur geti betur áttað sig á aðstæðum á íslenskum kjúklingabúum. Sirrý Svöludóttir, markaðsstjóri Yggdrasils ehf., setti fyrst inn fyrirspurn til Matfugls þar sem hún sagðist vilja sjá aðstæður með eigin augum þar sem umræðan um verksmiðjubúskap hefur verið hávær að undanförnu. Fjöldi fólks hefur í kjölfarið tekið undir með Sirrý og óskað eftir bæði upplýsingum og myndum. Sigurveig Káradóttir, matgæðingur sem gert hefur úttekt á gæðum hráefnis í mötuneytum skóla, leggur einnig orð í belg. „Hef líka áhuga á að vita meira um hvernig málum er háttað hér á landi. Og að fá almennt frekari upplýsingum frá framleiðendum um aðbúnað dýra og eins þau aukaefni sem sett eru í matinn og af hverju þau eru sett. Hér er að vakna upp hópur sífellt kröfuharðari neytenda, og í raun kjörið tækifæri fyrir þá framleiðendur sem vilja fylgja þeirri jákvæðu þróun eftir að vakna strax til meðvitundar og koma til móts við þann hóp," segir hún. Sirrý heldur úti vefsíðu sem hún kallar „Lífrænt vottað blogg" þar sem hún greinir frá fyrirspurn sinni til Matfugls. http://svoludottir.wordpress.com/2011/04/09/kjuklingabu-a-facebook/ Facebook-síðu Matfugls má finna hér en þar kemur fram að búist er við að þeir séu að vinna að svörum og búist við að birta þau á síðunni á morgun. http://www.facebook.com/#!/pages/Matfugl-ehf/468525455393 11. apríl 2011 14:47 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
„Hluti neytenda gerir kröfu til þess að geta keypt ómeðhöndlaðar kjúklingabringur meðan aðrir neytendur kjósa að geta fengið safaríkari kjúkling sem inniheldur viðbætt vatn. Við því hefur Matfugl brugðist með að bjóða uppá hvorutveggja. Sem dæmi um það þá framleiðum við kjúklingabringur sem innihalda ekkert viðbætt vatn undir vörumerkjunum Ali og Ferskir kjúklingar. Í öllum tilfellum þar sem vatni er bætt í vörur frá okkur kemur það fram á innihaldslýsingu. " Þetta kemur fram í svari Matfugls til áhugafólks um velferð dýra sem hefur á Facebook-síðu Matfugls óskað eftir upplýsingum um aðbúnað kjúklinga í búum fyrirtækisins. Þá óskuðu umræddir neytendur einnig eftir myndum sem teknar eru í kjúklingabúunum, og hefur Matfugl einnig orðið við því. Myndirnar má sjá hér.Sumir vilja vita sem minnst Ekki hafa þó allir neytendur áhuga á aðbúnaði þeirra dýra sem það síðar neytir. Þannig segir Þorstína Sigurjónsdóttir. „Myndi manni líða betur með að vita að það sem er á diski manns, hafi verið haft sem gæludýr og síðan drepið ? Það hefði verið drepið hvort sem var. Fólk þarf að gera upp við sig hvort það vilji vera grænmetisætur eða ekki. Það er ekkert fagurt við það að ala eitthvað eingöngu með það í huga að drepa það síðan, en svona er það nú samt. Það er ekki heldur vel farið með fiskana í sjónum. Á meðan ég er ekki grænmetisæta, vil ég sem minnst vita um aðbúnað dýra sem ég kýs að borða og ekki myndi ég vilja koma inní sláturhús heldur," segir hún á síðunni.Með dýralækna í vinnu Í svari Matfugls til neytenda kemur fram að starfsfólk á þeim bænum fagni sýndum áhuga á starfseminni; „Jafnframt viljum við mótmæla tilhæfulausum ásökunum um slæma meðferð á dýrum." Þá er bent á að starfsreglur alifuglaræktar á Íslandi eru settar af Landbúnaðarráðuneytinu og að öll bú eru tekin reglulega út á vegum Matvælastofnunar. „Starfsmenn Matfugls hafa frá upphafi lagt metnað sinn í það að hafa aðbúnað dýranna á búum sínum eins góðan og kostur er í nútíma landbúnaði. Sem dæmi um það hafa dýralæknar verið í fullu starfi hjá okkur frá árinu 1999 og hefur þeirra hlutverk verið að stýra gæðum framleiðslunnar og huga að velferð dýranna. Allur búnaður á búunum er af fullkomnustu gerð og enginn fugl hjá okkur hefur nokkru sinni verið alinn í búrum heldur fá þeir að valsa um húsin að vild," segir í svarinu.Of kalt úti Þeir neytendur sem leituðu eftir upplýsingum frá Matfugli höfðu einnig sérstakan áhuga á vistvænni framleiðslu. „Kjúklingaframleiðsla á Íslandi er nálægt því að vera vistvæn. Það eina sem vantar upp á er að fuglarnir geta ekki gengið inn og út úr húsum. Ástæður fyrir því eru aðallega tvær; annarsvegar að á Íslandi er of kalt fyrir fuglinn til að þrífast utandyra en kjörhitastig í kjúklingaeldi er á bilinu 21-31°C og hins vegar strangar heilbrigðiskröfur varðandi campylobakter til verndar neytendum, en fugl sem gengur úti er oftar en ekki sýktur af campylobakter. Af þessum sökum er ekki í boði að selja ferskan „free range" kjúkling á Íslandi þó að það tíðkist erlendis enda eru heilbrigðiskröfur ekki eins strangar þar," segir í svari Matfugls. Facebook-síðu Matfugls má sjá hér.
Tengdar fréttir Bíða eftir myndum úr kjúklingabúum Matfugls Starfsfólk Matfugls vinnur nú hörðum höndum að því að svara hópi áhugafólks um velferð dýra sem hefur á Facebook-síðu Matfugls óskað eftir myndum sem teknar eru inni í kjúklingabúum Matfugls til að neytendur geti betur áttað sig á aðstæðum á íslenskum kjúklingabúum. Sirrý Svöludóttir, markaðsstjóri Yggdrasils ehf., setti fyrst inn fyrirspurn til Matfugls þar sem hún sagðist vilja sjá aðstæður með eigin augum þar sem umræðan um verksmiðjubúskap hefur verið hávær að undanförnu. Fjöldi fólks hefur í kjölfarið tekið undir með Sirrý og óskað eftir bæði upplýsingum og myndum. Sigurveig Káradóttir, matgæðingur sem gert hefur úttekt á gæðum hráefnis í mötuneytum skóla, leggur einnig orð í belg. „Hef líka áhuga á að vita meira um hvernig málum er háttað hér á landi. Og að fá almennt frekari upplýsingum frá framleiðendum um aðbúnað dýra og eins þau aukaefni sem sett eru í matinn og af hverju þau eru sett. Hér er að vakna upp hópur sífellt kröfuharðari neytenda, og í raun kjörið tækifæri fyrir þá framleiðendur sem vilja fylgja þeirri jákvæðu þróun eftir að vakna strax til meðvitundar og koma til móts við þann hóp," segir hún. Sirrý heldur úti vefsíðu sem hún kallar „Lífrænt vottað blogg" þar sem hún greinir frá fyrirspurn sinni til Matfugls. http://svoludottir.wordpress.com/2011/04/09/kjuklingabu-a-facebook/ Facebook-síðu Matfugls má finna hér en þar kemur fram að búist er við að þeir séu að vinna að svörum og búist við að birta þau á síðunni á morgun. http://www.facebook.com/#!/pages/Matfugl-ehf/468525455393 11. apríl 2011 14:47 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Bíða eftir myndum úr kjúklingabúum Matfugls Starfsfólk Matfugls vinnur nú hörðum höndum að því að svara hópi áhugafólks um velferð dýra sem hefur á Facebook-síðu Matfugls óskað eftir myndum sem teknar eru inni í kjúklingabúum Matfugls til að neytendur geti betur áttað sig á aðstæðum á íslenskum kjúklingabúum. Sirrý Svöludóttir, markaðsstjóri Yggdrasils ehf., setti fyrst inn fyrirspurn til Matfugls þar sem hún sagðist vilja sjá aðstæður með eigin augum þar sem umræðan um verksmiðjubúskap hefur verið hávær að undanförnu. Fjöldi fólks hefur í kjölfarið tekið undir með Sirrý og óskað eftir bæði upplýsingum og myndum. Sigurveig Káradóttir, matgæðingur sem gert hefur úttekt á gæðum hráefnis í mötuneytum skóla, leggur einnig orð í belg. „Hef líka áhuga á að vita meira um hvernig málum er háttað hér á landi. Og að fá almennt frekari upplýsingum frá framleiðendum um aðbúnað dýra og eins þau aukaefni sem sett eru í matinn og af hverju þau eru sett. Hér er að vakna upp hópur sífellt kröfuharðari neytenda, og í raun kjörið tækifæri fyrir þá framleiðendur sem vilja fylgja þeirri jákvæðu þróun eftir að vakna strax til meðvitundar og koma til móts við þann hóp," segir hún. Sirrý heldur úti vefsíðu sem hún kallar „Lífrænt vottað blogg" þar sem hún greinir frá fyrirspurn sinni til Matfugls. http://svoludottir.wordpress.com/2011/04/09/kjuklingabu-a-facebook/ Facebook-síðu Matfugls má finna hér en þar kemur fram að búist er við að þeir séu að vinna að svörum og búist við að birta þau á síðunni á morgun. http://www.facebook.com/#!/pages/Matfugl-ehf/468525455393 11. apríl 2011 14:47