FH-ingar sópuðu til sín verðlaunum - Ásbjörn valinn bestur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2011 12:15 Allir verðlaunahafarnir í dag. Mynd/Valli FH-ingar hlutu fjögur stærstu verðlaunin þegar Handknattleikssambandið gerði upp umferðir 15 til 21 í N1 deild karla í hádeginu í dag. Ásbjörn Friðrksson var valinn besti leikmaðurinn, Kristján Arason og Einar Andri Einarsson, þjálfarar FH þóttu vera bestu þjálfararnir, Sigurgeir Árni Ægisson var valinn besti varnarmaðurinn og FH-ingar fengu auk þess verðlaun fyrir bestu umgjörðina. Ásbjörn Friðriksson hefur spilaði vel í vetur og varð með 48 mörk í sjö leikjum liðsins í umferðum 15 til 21 sem gerir 6,9 mörk að meðaltali í leik. „Ásbjörn hefur leikið eins og herforingi í vetur, fær ekki alltaf það hrós sem hann á skilið, en stjórnun hans og markaskorun hafa fleytt FH-ingum yfir erfiða þröskulda. Ásbjörn er markahæsti leikmaður FH í vetur, stýrir sóknarleik liðsins af myndarskap og er góður varnarmaður," segir í umfjöllun um Ásbjörn. FH-ingar fengu 13 af 14 mögulegum stigum út úr þriðja hluta N1 deildar karla og tryggðu sér með því annað sætið og langþráðan þátttökurétt í úrslitakeppninni. „Kristján og Einar Andri hafa stýrt sterku FH-liði af myndarskap í vetur, en liðinu hefur vaxið ásmegin eftir því sem á tímabilið hefur liðið og þykir til alls líklegt í úrslitakeppninni. FH-ingum var spáð Íslandsmeistaratitlinum á haustmánuðum og örugg stjórnun Kristjáns og Einars Andra gæti skilað titli í hús," segir í umfjöllun um bestu þjálfarana og FH-ingar áttu líka besta varnarmanninn. „Sigurgeir hefur verið sem ókleifur hamarinn í vörn FH-inga í vetur, frábær varnarmaður sem býr yfir þeim ágæta kosti að gera meðspilara sína betri. Hann er algjör lykilmaður í varnarleik FH, en Hafnfirðingar fengu á sig fæst mörk allra liða í N1-deild karla í vetur," segir í umfjöllun um Sigurgeir Árna. HK-ingurinn Bjarki Már Elísson og Akureyringurinn Bjarni Fritzson voru báðir í úrvalsliðinu í annað skiptið í vetur en hinir sex leikmenn úrvalsliðins voru að fá þessi verðlaun í fyrsta skiptið á þessu tímabili. Úrvalslið umferða 15-21 í N1 deild karla í handbolta:Markvörður: Hlynur Morthens, ValVinstra horn: Bjarki Már Elísson, HKVinstri skytta: Ólafur Guðmundsson, FHMiðjumaður: Ásbjörn Friðriksson, FHHægri skytta: Ernir Hrafn Arnarsson, ValHægra horn: Bjarni Fritzson, AkureyriLínumaður: Orri Freyr Gíslason, ValBesti þjálfarinn: Kristján Arason og Einar Andri Einarsson hjá FHBesti varnarmaðurinn: Sigurgeir Árni Ægisson hjá FHBesta umgjörðin: FHBestu dómarar: Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson Olís-deild karla Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Sjá meira
FH-ingar hlutu fjögur stærstu verðlaunin þegar Handknattleikssambandið gerði upp umferðir 15 til 21 í N1 deild karla í hádeginu í dag. Ásbjörn Friðrksson var valinn besti leikmaðurinn, Kristján Arason og Einar Andri Einarsson, þjálfarar FH þóttu vera bestu þjálfararnir, Sigurgeir Árni Ægisson var valinn besti varnarmaðurinn og FH-ingar fengu auk þess verðlaun fyrir bestu umgjörðina. Ásbjörn Friðriksson hefur spilaði vel í vetur og varð með 48 mörk í sjö leikjum liðsins í umferðum 15 til 21 sem gerir 6,9 mörk að meðaltali í leik. „Ásbjörn hefur leikið eins og herforingi í vetur, fær ekki alltaf það hrós sem hann á skilið, en stjórnun hans og markaskorun hafa fleytt FH-ingum yfir erfiða þröskulda. Ásbjörn er markahæsti leikmaður FH í vetur, stýrir sóknarleik liðsins af myndarskap og er góður varnarmaður," segir í umfjöllun um Ásbjörn. FH-ingar fengu 13 af 14 mögulegum stigum út úr þriðja hluta N1 deildar karla og tryggðu sér með því annað sætið og langþráðan þátttökurétt í úrslitakeppninni. „Kristján og Einar Andri hafa stýrt sterku FH-liði af myndarskap í vetur, en liðinu hefur vaxið ásmegin eftir því sem á tímabilið hefur liðið og þykir til alls líklegt í úrslitakeppninni. FH-ingum var spáð Íslandsmeistaratitlinum á haustmánuðum og örugg stjórnun Kristjáns og Einars Andra gæti skilað titli í hús," segir í umfjöllun um bestu þjálfarana og FH-ingar áttu líka besta varnarmanninn. „Sigurgeir hefur verið sem ókleifur hamarinn í vörn FH-inga í vetur, frábær varnarmaður sem býr yfir þeim ágæta kosti að gera meðspilara sína betri. Hann er algjör lykilmaður í varnarleik FH, en Hafnfirðingar fengu á sig fæst mörk allra liða í N1-deild karla í vetur," segir í umfjöllun um Sigurgeir Árna. HK-ingurinn Bjarki Már Elísson og Akureyringurinn Bjarni Fritzson voru báðir í úrvalsliðinu í annað skiptið í vetur en hinir sex leikmenn úrvalsliðins voru að fá þessi verðlaun í fyrsta skiptið á þessu tímabili. Úrvalslið umferða 15-21 í N1 deild karla í handbolta:Markvörður: Hlynur Morthens, ValVinstra horn: Bjarki Már Elísson, HKVinstri skytta: Ólafur Guðmundsson, FHMiðjumaður: Ásbjörn Friðriksson, FHHægri skytta: Ernir Hrafn Arnarsson, ValHægra horn: Bjarni Fritzson, AkureyriLínumaður: Orri Freyr Gíslason, ValBesti þjálfarinn: Kristján Arason og Einar Andri Einarsson hjá FHBesti varnarmaðurinn: Sigurgeir Árni Ægisson hjá FHBesta umgjörðin: FHBestu dómarar: Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson
Olís-deild karla Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Sjá meira