Erlent

Bloggari dæmdur í þriggja ára fangelsi

Byltingin í Egyptalandi var tiltöluega friðsöm. Þó virðist málfrelsið ekki hafa aukist.
Byltingin í Egyptalandi var tiltöluega friðsöm. Þó virðist málfrelsið ekki hafa aukist.
Egypski herinn fékk 28 ára gamlan bloggara dæmdan í þriggja ára fangelsi í gær fyrir að gagnrýna störf hersins. Hann var að auki dæmdur án þess að hafa lögmann viðstaddan.

Mannréttindasamtök gagnrýna herinn harðlega sem heldur nú um stjórnartaumana í Egyptalandi en hefur lofað þjóðinni kosningum hið fyrsta.

Mannréttindasamtök segja dóminn nú þann alvarlegasta gegn málfrelsinu í Egyptalandi síðan Hosni Mubarak fangelsaði bloggara árið 2007 fyrri gagnrýni á stjórnvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×