Innlent

Íshellir hrundi á mann

Maðurinn var fluttur á slysadeild Landspítalans í Fossvogi
Maðurinn var fluttur á slysadeild Landspítalans í Fossvogi
Maður var fluttur á slysadeild með þyrlu um hádegisbilið eftir að þak á manngerðum íshelli féll á hann. Slysið átti sér stað í Bláfellshálsi á Kili og sinnti lögreglan á Selfossi útkallinu. Þá voru kallaðar til björgunarsveitir og þyrla Landhelgisgæslunnar.

Um var að ræða hóp kvikmyndagerðarmanna sem var við tökur á Kili. Þar höfðu þeir búið til íshelli og var maðurinn inni í hellinum þegar hluti þaksins hrundi yfir hann. Mögulegt er talið að maðurinn sé hryggbrotinn og jafnvel með innvortis blæðingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×