Horner: Vettel er fullur sjálfstrausts 11. apríl 2011 13:53 Red Bull fögnuðu sigri Sebastian Vettel í gær með því að stilla sér upp fyrir myndatöku. Mynd: Getty Images/Clive Mason Christian Horner, yfirmaður Red Bull telur að Sebastian Vettel vaxi og þroskist með hverju mótinu sem hann keppir í. Vettel vann sitt annað Formúlu 1 mót á árinu í Malasíu í gær. „Hann er í frábæru ásigkomulagi. Hann var svalasti maðurinn í Malasíu á keppnisdag. Á þjónustuveggnum var meiri hiti. Þegar ég talaði við hann, þá var hann með stjórn á öllu og nokkuð afslappaður", sagði Horner um samskipti þeirra í keppninni gegnum talkerfi bílsins í frétt á autosport.com í dag. „Vettel er á góðum stað og hann er með mikið sjálfstraust og skilar sínu. Reynsla hans er að vaxa og hann sýndi þroskaða frammistöðu og yfirvegaðan akstur. Hann er að safna reynslu í sarpinn. Það er auðvelt að gleyma því að hann er aðeins 23 ára gamall", sagði Horner. Vettel hefur verið fremstur á ráslínu í báðum mótum ársins, nælt í tvo gull og er með 24 stiga forskot á Jenson Button í stigamóti ökumanna. Vettel er með 50 stig, Button 26 og Lewis Hamilton og Mark Webber eru með 22. Formúla Íþróttir Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Christian Horner, yfirmaður Red Bull telur að Sebastian Vettel vaxi og þroskist með hverju mótinu sem hann keppir í. Vettel vann sitt annað Formúlu 1 mót á árinu í Malasíu í gær. „Hann er í frábæru ásigkomulagi. Hann var svalasti maðurinn í Malasíu á keppnisdag. Á þjónustuveggnum var meiri hiti. Þegar ég talaði við hann, þá var hann með stjórn á öllu og nokkuð afslappaður", sagði Horner um samskipti þeirra í keppninni gegnum talkerfi bílsins í frétt á autosport.com í dag. „Vettel er á góðum stað og hann er með mikið sjálfstraust og skilar sínu. Reynsla hans er að vaxa og hann sýndi þroskaða frammistöðu og yfirvegaðan akstur. Hann er að safna reynslu í sarpinn. Það er auðvelt að gleyma því að hann er aðeins 23 ára gamall", sagði Horner. Vettel hefur verið fremstur á ráslínu í báðum mótum ársins, nælt í tvo gull og er með 24 stiga forskot á Jenson Button í stigamóti ökumanna. Vettel er með 50 stig, Button 26 og Lewis Hamilton og Mark Webber eru með 22.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira