Innlent

Búið að losa flesta farþegana

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Farþegar sátu fastir í fjölmörgum vélum á Keflavíkurflugvelli í dag. Mynd/ Daði Guðjónsson.
Farþegar sátu fastir í fjölmörgum vélum á Keflavíkurflugvelli í dag. Mynd/ Daði Guðjónsson.
Búið er að koma flestum farþegum sem sátu fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli í dag úr vélunum.

Eins og greint var frá í dag sátu á annað þúsund farþegar fastir í 10 flugvélum vegna óveðursins. Nú hafa farþegarnir verið losaðir úr níu af vélunum tíu. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia má búast við því að mjög fljótlega takist að losa síðustu vélina.

Verulega seinkunn hefur orðið á flugi í dag. Vélar sem áttu að koma frá Evrópu og vélar sem áttu að fara til Evrópu og til Bandaríkjanna hafa tafist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×