Whimarsh telur að framþróun McLaren geti fært liðinu titilinn 29. apríl 2011 16:23 Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren Formúlu 1 liðsins. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Martin Whitmarsh hjá McLaren telur að framþróun McLaren á keppnisbíl þeirra Lewis Hamilton og Jenson Button geti fært liðinu meistaratitilinn í Formúlu 1. Hamilton vann síðustu keppni, sem var í Kína og McLaren keppir í Tyrklandi um aðra helgi. Sebastian Vettel er efstur í stigamóti ökumanna með 68 stig, en Hamilton er með 47. Í stigakeppni bílasmiða er Red Bull með 105 stig, en McLaren 85. „Að sigra í Kína var frábær uppskera fyrir þá miklu vinnu sem hefur verið framkvæmd á mótssvæðum og í bækistöð McLaren til að gera MP-26 (McLaren) að sigurbíl. Við erum spenntir og hraðinn og þolgæðin sem ökumenn hafa sýnt í fyrstu þremur mótunum á fjarlægum slóðum er hvatning", sagði Martin Whitmarsh í fréttatilkynningu frá McLaren. McLaren liðið varð í fyrsta og öðru sæti í kappakstrinum í Tyrklandi í fyrra, en Lewis Hamilton kom fyrstur í endamark á undan Jenson Button. „Við þurfum að bæta okkur í tímatökum og auka keppnishraðann, ef við ætlum að halda áfram að ógna á toppnum. Það verða mörg lið með endurbætur fyrir tyrkneska kappaksturinn og enginn getur staðið í stað. Við munum skoða nokkrar endurbætur á föstudagsæfingunum." „Hraði í framþróun er það sem getur fært okkur meistaratitilinn og við mætum til Tyrklands, staðráðnir í að endurbæturnar færi okkur hagkvæmar lausnir og auka möguleika ökumanna okkar. Mótið í fyrra var eitt það mest spennandi í minningunni og sú minning verður án vafa hvatning fyrir allt liðið", sagði Whitmarsh um mótið í Tyrklandi um aðra helgi. Formúla Íþróttir Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Martin Whitmarsh hjá McLaren telur að framþróun McLaren á keppnisbíl þeirra Lewis Hamilton og Jenson Button geti fært liðinu meistaratitilinn í Formúlu 1. Hamilton vann síðustu keppni, sem var í Kína og McLaren keppir í Tyrklandi um aðra helgi. Sebastian Vettel er efstur í stigamóti ökumanna með 68 stig, en Hamilton er með 47. Í stigakeppni bílasmiða er Red Bull með 105 stig, en McLaren 85. „Að sigra í Kína var frábær uppskera fyrir þá miklu vinnu sem hefur verið framkvæmd á mótssvæðum og í bækistöð McLaren til að gera MP-26 (McLaren) að sigurbíl. Við erum spenntir og hraðinn og þolgæðin sem ökumenn hafa sýnt í fyrstu þremur mótunum á fjarlægum slóðum er hvatning", sagði Martin Whitmarsh í fréttatilkynningu frá McLaren. McLaren liðið varð í fyrsta og öðru sæti í kappakstrinum í Tyrklandi í fyrra, en Lewis Hamilton kom fyrstur í endamark á undan Jenson Button. „Við þurfum að bæta okkur í tímatökum og auka keppnishraðann, ef við ætlum að halda áfram að ógna á toppnum. Það verða mörg lið með endurbætur fyrir tyrkneska kappaksturinn og enginn getur staðið í stað. Við munum skoða nokkrar endurbætur á föstudagsæfingunum." „Hraði í framþróun er það sem getur fært okkur meistaratitilinn og við mætum til Tyrklands, staðráðnir í að endurbæturnar færi okkur hagkvæmar lausnir og auka möguleika ökumanna okkar. Mótið í fyrra var eitt það mest spennandi í minningunni og sú minning verður án vafa hvatning fyrir allt liðið", sagði Whitmarsh um mótið í Tyrklandi um aðra helgi.
Formúla Íþróttir Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira