Innlent

Brúðkaupið dró Íslendinga úr símanum

Mynd: AFP
Notkun á farsímaneti Vodafone dróst nokkuð saman í morgun samanborið við hefðbundinn föstudag á meðan brúðkaup Vilhjálms prins og Kate Middleton, nú hertogans og hertogaynjunnar af Cambridge, stóð yfir.

Mestur var samdrátturinn í upphafi vígsluathafnarinnar í Westminster Abbey, en símnotkun færðist smám saman aftur í eðlilegt horf eftir því sem leið á athöfnina.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vodafone.

Mynd: Vodafone
Landsmenn virðast hins vegar hafa flykkst að sjónvarpsskjánum við lok athafnarinnar þegar brúðhjónin gengu út og óku með hestvagni sem leið lá til Buckingham hallar við mikinn fögnuð gríðarlegs mannfjölda sem fylgdist með.

Að því er segir í tilkynningu eykst farsímanotkun jafnt og þétt eftir því sem líður á daginn. 29. apríl var hins vegar frábrugðinn öðrum dögum eins og sést á meðfylgjandi mynd þar sem áhrif hins konunglega brúðkaups eru greinileg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×