Handbolti

Ólafur: Það verður hátíð í Krikanum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ólafur Guðmundsson.
Ólafur Guðmundsson.
Annar leikur FH og Akureyrar um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta fer fram í Kaplakrika í kvöld. FH vann góðan útisigur í fyrsta leik og kemur sér í kjörstöðu með sigri í kvöld

"Það er góð stemning hjá okkur og allir klárir í slaginn. Umræðan sem átti sér stað eftir leikinn," sagði stórskytta FH-inga, Ólafur Guðmundsson, og vitnaði þar til deilnanna í kringum rauða spjaldið sem Akureyringurinn Guðmundur Hólmar Helgason fékk.

"Okkur fannst þessi niðurstaða óréttlát og menn ekki samkvæmir sjálfum sér. Engu að síður erum við ekki að velta okkur upp úr því heldur handboltanum."

Ólafur á von á frábærri mætingu og gríðarlegri stemningu í kvöld.

"Við erum náttúrulega með frábæra umgjörð á okkar heimaleikjum og það er alltaf gaman að spila í slíkri umgjörð. Það verður hátíð í Krikanum og vonandi hjálpar heimavöllurinn okkur," sagði Ólafur sem býst þó við hörkuleik.

"Ég geri ráð fyrir að það verði jafnt á öllum tölum. Þetta verður líklega átakaleikur enda strax kominn hiti eftir fyrsta leikinn. Það má segja að við séum komnir með heimaleikjaréttinn eftir sigur á Akureyri og við vitum hversu góða stöðu við komumst í með sigri í kvöld. Það verður því allt gefið í leikinn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×