Erlent

Hvatt til mótmæla í Sýrlandi

Bashad al-Assad Sýrlandsforseti.
Bashad al-Assad Sýrlandsforseti.
Múslimska bræðralagið hvetur Sýrlendinga til að mótmæla stjórnvöldum að loknum föstudagsbænum í dag.

Bræðralagið er bannað í Sýrlandi og eru leiðtogar þess allir í útlegð. Þetta er í fyrsta sinn sem hópurinn hvetur opinberlega til mótmæla í landinu en hundruð manna hafa látist í átökum síðustu vikur þar sem almenningur hefur krafist umbóta frá Bashar al-Assad forseta.

Ósætti virðist vera komið upp innan hersins og hafa hátt settir herforingjar tekist á um þær aðferðir sem beitt hefur verið gegn mótmælendum. Um 100 manns hafa látist í borginni Deera og fregnir herma að sumir foringjar í hernum hafi neitað að fara að fyrirmælum yfirmanna sinna og beita skotvopnum gegn óbreyttum borgurum.

Þessu neitar ríkisstjórnin en hingað til hefur verið talið að al-Assad hafi fullkomin tök á hernum í landinu. Assad og menn hans hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir hörkuna sem þeir hafa sýnt mótmælendum og verður ástandið í landinu rætt af leiðtogum Evrópu síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×