Erlent

Manning brátt laus úr einangrun

Bradley Manning, bandaríski hermaðurinn sem situr í fangelsi fyrir að hafa lekið skjölum til WikiLeaks síðunnar losnar innan tíðar úr einangrun. Hann hefur síðustu mánuði verið í einangrunaklefa í herfangelsi í Virginíu en hefur nú verið fluttur í Fort Leavenworth í Kansas og þar mun hann umgangast aðra fanga.

Stuðningsmenn Mannings hafa gagnrýnt meðferðina á honum harðlega og segja að honum hafi verið haldið í klefa sínum í 23 klukkustundir á hverjum sólarhring. Þá var honum gert að afklæðast reglulega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×