Erlent

Mannskæðir skýstrókar tæta upp suðurríki Bandaríkjanna

Óli Tynes skrifar
Yfir 200 manns hafa látið lífið í skýstrókum sem gengið hafa yfir suðurhluta Bandaríkjanna. Þar af fórust 128 í Alabamafylki einu og sér. Skýstrókarnir eru gríðarlega öflugir og tæta upp allt sem þeir fara yfir.

 

Heilu húsin hverfa til himna og brakið úr þeim lendir marga kílómetra í burtu. Óvenjuleg veðurskilyrði virðist valda því að hrina skýstróka gengur nú þarna yfir. Undanfarna sólarhringa hefur verið tilkynnt um á annað hundrað þeirra. Eignatjónið er einnig gífurlegt. Veðurfræðingar segja að ekki sé útlit fyrir neitt lát á skýstrókum alveg á næstunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×